Harmsögur ævi minnar

30.4.03

Og eitt enn... hvernig er hægt að vera svona vangefið stressaður fyrir próf eins og ég verð?? Ég sver það, það er alveg sama hvaða próf það er, alltaf þarf ég að æla af stressi. Og ekki skánar það þegar maður mætir upp í skóla og fólk er að þylja upp svona síðustu-stundar-lærdóm, spyrjandi allt og alla og gjammandi framan í mann einhverjar sagnbeygingar.

Og svo þarf ég að fara í munnleg próf sem ættu að vera skítlétt (og verða það sennilega) en ég verð alltaf eins og kúkur; eldrauð í framan og stamandi. Ég þarf að fara á Dale Carnegie námskeið eða eitthvað.

Jess maður. Tvö leiðinlegustu prófin búin og bara skemmtileg próf eftir. Verst að ég er föst í viðjum krakkfíknarinnar. Það er svona... can't have it all.

Kannski ég opni bara eina rauðvín í kvöld...

28.4.03

Hjálp!
Mig vantar aðstoð í lífinu. Mér tekst ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Verð að fá einhverja andlega örvun. Allar ábendingar vel þegnar.

26.4.03

Eins og við var að búast bauð Jo upp á fyrirtaks rauðvín. Sem betur fer tók ég með mér hvítvínsflösku líka svo þessir useless kærastar gætu líka dottið í það.

Nú er kannski best að fara að sofa því í fyrramálið hitti ég Evu og við ætlum að læra..... MÁLVÍSINDI RÓMANSKRA MÁLA!!!
Eintómt stuð.

25.4.03

Eitt próf búið og bara milljón eftir. Og alltaf skal vera gott veður þegar maður er í prófum. Ég get ekki einbeitt mér fyrir línuskautahljóði og körfuboltaskellum. This sucks. Sem betur fer ætlar Jo að gefa mér rauðvín á eftir.

Og djöfull er Trista batsjeloretta ógeðslega væmin gella. Hún er samt ekki nærri því eins cheesy og ógeðið Charlie sem er kominn í undanúrslit. Sá er smurður maður. Sem betur fer vinnur hinn.24.4.03

Læra læra læra. Oj.

21.4.03

Ég er búin að finna mér nýtt takmark í lífinu.

Þetta byrjaði allt með því að ég var að vaska upp, heyrði einhvern ógurlegan vélarnið og sé þessa líka hlussuhunangsflugu sveimandi í hárinu á mér. Ég sver það... kvikindið var á stærð við fótbolta og átti í mesta basli við að halda sér á lofti. Ég náttúrulega rauk út úr húsinu og rölti um vesturbæinn í klukkutíma því ég þorði ekki inn aftur fyrr en sambýlismaðurinn kæmi heim. Skepnan var reyndar komin í felur þegar við komum heim en fannst daginn eftir (enda erfitt að renna ekki á drunurnar í þessum dýrum) og var þá sparkað út snarlega.

Eftir að hafa skoðað myndir á Tilverunni datt mér svo snjallræði í hug. Til þess að losna við fóbíuna fæ ég mér auðvitað býfluguskegg. Af hverju ætti Tobbalicious að vera sá eini sem fær að vera með skegg? Neibb, ég maka hunangi framan í mig strax á morgun og býð þess að hlunkarnir setjist framan í mig.

Heyrðu þvílíkt stuð í partýinu á föstudaginn að ég verð nú bara fúl ef við fáum ekki kvörtunarbréf. Mikið dansað og sungið.
Svo lenti ég í því sem ég hef aldrei lent í áður að þegar ég kom framúr daginn eftir (seint og um síðir) var einn partýgesturinn búinn að ganga frá og vaska upp. Hvað er hægt að biðja um meira?
Takk Halli!

18.4.03

Ég fór með mömmu í bæinn í gær og hún var yfir sig hneyksluð.

Hún hafði nefnilega farið í skátagöngutúr með litla bróður mínum og fengið sig fullsadda af þessum krakkabjánum. T.d. var einn óþekktarormur í ferðinni sem hlýddi engu og henti meira að segja svalafernunni sinni úti á víðavangi. Mamma varð náttúrulega alveg snælduvitlaus, hljóp hann uppi og húðskammaði hann. Fékk svo skátaforingjann í lið með sér og saman héldu þær stráknum og tróðu tómu svalafernunni ofan í bakpokann hjá honum. Og mamma, sem þó á fjögur börn, viðurkenndi að hún gæti sko aldrei verið kennari eða unnið neitt með börnum í dag því þau væru svo gjörsamlega óuppalin. Hún myndi bara smala öllu liðinu í fjöruferð og drekkja þeim.

Og þetta verður amma barnanna minna!

17.4.03

Gat nú verið... er komin með hálsbólgu og hausverk og partý á morgun. Þetta gerist alltaf ef ég hlakka lengi til þess að gera eitthvað. Ég fattaði reyndar af hverju. Alltaf þegar ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt langar mig í ný föt og þá fer ég stundum í Smáralind eða Kringluna (já ég veit - þetta eru staðir dauðans og ætti að jafna þá við jörðu en það eru samt flottar og ódýrar búðir þarna).
Á þessum stöðum virðist vera svo ógeðslegt loft eða ógeðslegt fólk eða bæði að ég hreinlega verð veik af því að fara þarna. Mikið af fjölskyldufólki og svona; allir krakkarnir með einhverja gerla á sér og svona. Það ætti að opna verslanamiðstöð fyrir barnlausa svei mér þá... þó ekki væri nema til þess að við slyppum við að horfa á 14 manna spikfeita fjölskyldu sporðrenna pulsu og kóki í pulsusjoppunni í Hagkaup í Smáralind.

Og talandi um fitu og að kasta steinum úr glerhúsi þá er ekki einu sinni víst að ég passi í nýju fötin á morgun miðað við átið á okkur hjónaleysunum þessa dagana. Ég enda örugglega í einhverri aðgerð eins og þessi he he he.


Þetta er ljúft maður; fullir skápar af brennivíni og sælgæti og Karl Ottó, dýralæknirinn sjálfur, ætlar að kíkja í kaffi á eftir. Það er reyndar gaman frá því að segja að ég fann loksins mynd af dýralækninum (sem er reyndar eins og mug-shot af dönskum útigangsunglingi en það er nú önnur saga...).

Ég rakst reyndar á annan stúdent við sama háskóla. Hann heitir Bjarni eitthvað og við nafnið hans stendur: "Lauk námi í dýralækningum veturinn 1998. Er nú að nema tannlækningar við Kaupmannahafnarháskóla". Þetta kallar maður metnað!

Anyway, proud to present:

16.4.03

Þið hafið eflaust oft velt fyrir ykkur hvað varð um franska rapparabarnið Jordy sem sló svo eftirminnilega í gegn í byrjun tíunda áratugarins með laginu C'est dur dur d'être bébé. Ég líka. Eina sem ég veit um hann greyið er að foreldrar hans skildu skömmu eftir að Jordy-skemmtigarðurinn var opnaður í París. Ætli hann sé ekki bara búinn að gifta sig og orðinn fyllibytta?

Ég og Fridzy fórum í brennívínsbúð í dag og keyptum meira en allir hinir til samans. Við skömmuðumst okkar svolítið enda þurftum við fjóra poka, pappakassa og líka að fá körfuna lánaða út í bíl. Fólk gæti haldið að við ættum við vandamál að stríða EN VIÐ VORUM AÐ KAUPA FYRIR FLEIRA FÓLK Í ALVÖRU!!!!!

Ég er að ná botninum. Er að reyna að læra fyrir hið bráðskemmtilega skyldufag Heimskuleg forspjallsvísindi. Er búin að bresta í grát tvisvar og ætla að brenna allar bækurnar þegar prófið er búið. Það er nú lágmark að hafa lesefnið þannig að fólk skilji hvað það er að lesa. Þess vegna ætla ég að taka mér pásu á eftir og fara með Fridzy í bæinn og refsa vísakortinu.

En til að kveðja set ég smá textabrot úr hinni mjög svo áhugaverðu grein "Self-reliance" eftir Emerson:

"Be it known unto you that henceforward I obey no law less than the eternal law. I will have no covenants but proximities. ... The populace think that your rejection of popular standards is a rejection of all standard, and mere antinomianism; and the bold sensualist will use the name of philosophy to gild his crimes."

Now what the hell does that mean????

15.4.03

Mæli með Þinni verslun, Þín verslun, Mín verslun? Jæja whatever þið vitið hvað ég er að meina. A.m.k. er þetta besta búð sem ég hef farið í á ævi minni og hún er á Hagamel held ég ef þið viljið prófa.

Svo hef ég komist að því að kærastinn minn er að læra dans hjá Hermanni Ragnars. Það náðist mynd af honum á námskeiði að æfa sporin. Kíkið á!

Þetta er ótrúlegt, ég er vöknuð fyrir allar aldir til að læra og er svo bara að hanga á netinu. Enda er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að sitja og lesa einhver leiðindi eins og ég veit ekki hvað.

Annars er dýralæknirinn minn að koma til landsins í dag í páskafrí. Hún býr annars í Danmörku. Ég hlakka mikið til. Ég ætlaði að setja mynd af henni með en fann enga. Ég set þess vegna mynd af annarri Charlottu í staðinn. Þessi er reyndar sænsk og er universitetsadjunkt í Umea. Ég er líka með símanúmerið hjá henni þannig að ef þið hafið áhuga látið mig bara vita.

14.4.03

Kíkið á þetta ógeð!

Og by the way... hvenær varð feiti Soprano strákurinn e-r töffari? Kominn með kærustu og allt!

Hef ekkert getað bloggað... en það sem er kannski verra er að ég hef heldur ekki getað lesið neitt blogg. Ástæðan er sú að sambýlismaðurinn tók tölvuna í gíslingu og hafði hana á brott til nördavinar síns til að læra.

Mér leið eins og ég stæði fyrir utan raunveruleikann í allan dag bara út af því að ég gat ekki lesið þetta bölvaða blogg. Ég vissi ekki um neitt sem var að gerast hjá neinum og leið barasta ömurlega. Á tímabili var þetta orðið svo slæmt að ég neyddist til að hringja í nokkra vini mína. Ekki gott.

13.4.03

12.4.03

"Þröstur orpinn í Breiðuvík" (textavarp RÚV 12.04.03)

Need I say more?

11.4.03

Jackass í Djúpu lauginni maður! Mér fannst nú fólkið í salnum hálf dautt e-ð en sennilega hefur það bara ekki fengið nóg brennivín. Annars skil ég nú ekki af hverju Jackass er að meika það big time. Ég veit ekki betur en kærastinn minn sé búinn að stunda það í fleiri ár að henda sér viljandi niður stiga og gera skrýtna hluti við bibbann á sér og hann hefur ekki fengið krónu fyrir það. Kannski fær hann uppreisn æru seinna.

Annars er bara fínn fílingur í fólki enda gott veður og svona. Allir á leiðinni í partý. Einhvern tímann hefði maður sjálfur verið á leiðinni út að mála bæinn rauðan. En neeeiii, maður er orðinn svo gamall að maður fær sér bara tebolla, hlustar á fréttirnar á gufunni og fer svo snemma í rúmið því maður þarf að vinna snemma daginn eftir. Bömmer.

Has it really come to this?

Nokkrir dimmiterandi unglingar hrelldu mig í Liverpool í dag og reyndu meira að segja að drepa mig með bjór-andardrætti. Ég slapp samt betur en verslunarmaðurinn á Laugaveginum sem var bara lúbarinn af þessu liði og liggur nú á spítala.

Þegar við dimmiteruðum þá duttum við nú bara í það eins og venjulegt fólk. Við börðum engan enda er ekkert gaman að vera laminn af túrtappa eða strumpi. Eða vera laminn yfir höfuð.

Annars er tilvonandi dýradoktorinn minn Karl Ottó væntanlegur til landsins... ég hlakka mikið til!

10.4.03

Las í Fréttablaðinu í dag að þrír bandarískir unglingspiltar hefðu barið þroskaheftan karlmann á fertugsaldri til bana í anddyri hússins þar sem hann átti heima. Ég get ekki skilið þetta. Hvað er eiginlega að heiminum?

Nú eru margir að fara að læra fyrir próf. Þeir sem vilja að maður viti að þeir séu að fara að læra fyrir próf klæða sig í gamlar joggingbuxur og hnökróttar flíspeysur. Svo eru þeir með geðveikt mikið af nesti. Þá heldur þetta sama lið að maður hugsi: "Vá hvað þessi er duglegur! Greinilega að fara að læra geðveikt mikið!". En í staðinn hugsar maður: "Þú ert hálfviti.".

Þannig að til ykkar sem gerið þetta (þið vitið hver þið eruð): Drullist þið bara til að klæða ykkur almennilega og fara í sturtu, þið þurfið ekkert að sanna fyrir okkur hinum að þið séuð geðveikt mikið að læra ÞVÍ OKKUR GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA!!! Svo vona ég bara að þið fallið í prófunum MÚHAHAHAHA!!!

Síðasti dagurinn í skólanum í dag OG Malcolm in the middle í sjónvarpinu í kvöld. Life is sweet.

9.4.03

Eitt sem ég er algjörlega komin með nóg af eru væmin kærustupör, nýgift pör og pör sem eiga börn. Ég veit ekki hvað er að mér; sjálf gifti ég mig kannski einhvern daginn og eignast jafnvel börn (í fjarlægri framtíð þó...!).

Ég áttaði mig bara á þessu áðan þegar ég var að hnýsast inn á heimasíður hjá fólki sem ég þekki ekki (og jú... það er pathetic en ég geri það samt). Mikið af þessu ókunnuga fólki er með myndir úr brúðkaupinu sínu og af börnunum sínum og svona og það bregst ekki að fólk sem í fyrstu virðist skynsamt og eðlilegt breytist í e-ð mússí-múss dúllí-smúllí dauðans um leið og e-ð af ofangreindu kemur við sögu. Brúðkaupsmyndir eru alveg verstar. Væææææmið. Það er kannski skárra þegar maður þekkir fólkið. Hope so.

Er annars að horfa á snilldarþátt á Skjá 1, hann er um mann sem lét fjarlægja af sér þriðja fótinn en bara af því að hann langaði svo í kúrekastígvél.

Ok, ég lofa að þetta er síðasta könnunin sem ég tek. Ever.

Er þetta kannski e-r eldgömul lufsa sem allir eru búnir að taka?

Cocaine
Cocaine.
You like to talk,
you like to run,
but most of all you like to have fun.


Which drug should you be hooked on? [now with pictures]
brought to you by Quizilla

Fann þetta hjá Jo. What the.....???

Canada
Canada -
Although originally a simple British colony, it has
flourished into a Mid-Level power. Admired
worldwide for its culture, acceptance and
quality of living standards.


Positives:

Loved By All.

Mid-Level Power.

Renouned Despite Proximity to Superpower.

Damn Good Maple Syrup, Inuit.


Negatives:

Often Ignored.

Cold.

Monarch-Democractic Struggles.

Stereotyped.Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla

Aaaaah góðan daginn! Komin fram úr og klukkan bara rétt rúmlega 9! Frábært. Það er ekki einu sinni rigning úti. Sambýlismaðurinn liggur andvana uppi í rúmi. Það er ekki hægt að vekja þetta slytti. Hann er alveg eins og fóstur, meira að segja með svona hvíldarhimnu fyrir augunum.

Svo vil ég benda fólki að kíkja á Godbjor þar sem ég er tvífari ársfjórðungsins. Forseti fríríkisins er náttúrulega snillingur.

Set hér inn skýringarmynd af sambýlismanninum. Nei heyrðu...úps þetta er víst Haddi frændi minn!


8.4.03

Af hverju er maður að fara út úr húsi þegar maður er með internetið? Vitiði nokkuð um einhverja verslun sem sendir heim?

Þetta er nú annars skrýtin og skemmtileg tala. Ég er ekkert viss um að þetta sé tala. Eru þetta ekki óendanlega margar tölur? Eða er óendanleikinn svo ómerkilegur að hann er ein skitin tala?? Nei nú vantar mig sykur í blóðið...


I am infinity

You may worship me,
but from afar

_

what number are you?

this quiz by orsa


AAARRRRGG hvað þetta var ömurlegur dagur! Ég er komin með hausverk af pirringi út í fólk almennt og bíð bara eftir því að ég snappi á almannafæri og drepi einhvern með berum hnefunum.

Ég er reyndar búin að redda málunum núna, fór í Krónuna og keypti mjólk og e-ð heimilisdót, 4-pack af Prins pólói, 3-pack af Snickers, tvöfaldan Prince-Lu kexpakka, lítra af karamelluís, örbylgjupopp og hálft kíló af Appollo lakkrís.

Ég var að spá hvort ég hefði átt að setja einn tómat ofan á allt nammið í körfunni svona upp á djókið en þetta afgreiðslulið hefði ekkert fattað það.

Þetta kostaði reyndar þrjúþúsundkall en ég sé ekki eftir krónu. Þetta sælgæti á eftir að bjarga geðheilsunni hjá mér; ég er viss um það.

Ég sé bara eftir því að hafa ekki keypt mér eina rauðvín líka fyrst ég var búin að hita upp vísakortið. Kannski get ég hellt Sprite-i ofan í gamlar bjórdósir og náð í hálfan öl.

Af hverju er veðrið svona vangefið? Mig langaði í göngutúr en nenni því ekki núna.

Ég fékk eitthvað átkast í gær. Var sko alveg að sofna yfir sjónvarpinu eftir kvöldmat og vantaði eitthvað sætt. Þá mundi ég að ég hafði keypt ís um helgina og át hann allan upp til agna. Svo kom sambýlismaðurinn heim úr bíó og þá átum við saman páskaeggið sem hann gaf mér. Það var samt bara lítið. Eru einhverjar reglur sem segja að maður eigi ekki að opna páskaegg fyrr en á páskadag? Ég hreinlega man ekki hvernig þetta virkar. En það er hvort sem er of seint.

Annars líst mér vel á bóksalann sem var í fréttum í gær (held að það hafi verið í Bókabúð Lárusar Blöndal) sem ætlar að selja páskaegg með klikkuðum afslætti svona rétt yfir páskana. Til að hefna sín á stórmörkuðunum sem selja bækur bara fyrir jól. Allir í Bókabúð Lárusar Blöndal.

Svo ætlaði ég að leiðrétta þetta Big Lebowski rugl hérna fyrir neðan. Ég get varla verið el Duderino þar sem ég er sko miklu stressaðri týpa. Hefði átt að vera einn af þýsku geðsjúklingunum þarna (voru þeir ekki þýskir...? Þýskir níhílistar?). Bjórmálaráðherra skil ég vel að hafi verið dúdið en ég? Neibb. Mér finnst White Russian geðveikt góður en þetta passar samt ekki.

7.4.03

OOOJJJJ!!!! Fór inn á link á Tilverunni og sá ógeðslegar myndir af kynfærum sem voru afmynduð af alls konar viðbjóði; vörtum og herpes og svona. Ég hefði sett myndir en ég vildi það ekki. Ég bara verð að fara að fá mér líf. Vill einhver vera memm?

Anyone?

Var að borða hádegismatinn minn í mestu makindum, lesandi Fréttablaðið. Fékk svo algjört sjokk þegar ég sá auglýsingu með þeim fótboltabræðrum Arnari og Bjarka. Ég held að þetta hafi verið auglýsing frá Sýn en er þó ekki viss, mér varð svo mikið um myndina enda eru þeir bræður í nærbrókunum einum klæða og það er ekki fögur sjón. Það hefði nú mátt setja aðvörun utan á blaðið; ég missti alveg lystina á matnum mínum.

Hef svosem ekkert að segja. Mánudagar eru alltaf hálf myglaðir. Set bara inn mynd í staðinn.

6.4.03

According to the "Which Big Lebowski character are you?" quiz:
Why don't you check it out? Or we cut of your Johnson!


Var í fermingarveislu. Úff. Ef ég hefði ekki verið í teygjanlegu pilsi hefði ég þurft að hneppa frá og það hefði nú verið neyðarlegt ha?

Svo veit ég að ég á að vera að læra en ég vil það ekki. Ég er hrædd um að komast að því að ég kunni ekki neitt. Ég vil frekar horfa á Practice í kvöld. Og svo það sem kemur á eftir Practice. Og borða snakk. Ignorance is bliss. Í rauninni hefur sjónvarpið bjargað lífi mínu. Nú get ég horft á alls konar rusl í staðinn fyrir að vera með samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Cheers!

4.4.03

Er að fá mér í glas. Kemur það nokkrum á óvart?

Þeir sem lesa bloggið hans Tobbaliciousar vita kannski að hann er aftur byrjaður að éta AB-mjólk af miklum móð. Hann sagði frá því að hann væri byrjaður að skíta ógeðslega fúlt en gleymdi að taka fram að hann er líka síprumpandi og það er eins og andskotinn sjálfur hafi tekið sér bólfestu í þessum viðrekstrum. Ég er búin að banna honum að prumpa inni en hann neitar að hlýða og prumpar eins og hann fái borgað fyrir það í öllum herbergjum íbúðarinnar og LÍKA í þvottahúsinu í kjallaranum. Svo er hann alltaf að reyna að lauma þessum skröttum út án þess að ég taki eftir því en það er bara massamenguð lykt af þessu og hún fer ekki fram hjá neinum í 300 metra radíus. Þá vitið þið það.

Æi ég brenndi mig á hendinni við að búa til kartöflumús úr pakka. Böhö. Samt er ég miklu minni klaufi en Tobbalicious. Ætli það sé óhætt að láta okkur búa saman? Ef við eigum einhverja vini þarna úti: þið kannski hringið í okkur annað slagið til að tékka hvort við séum á lífi.

3.4.03Já tókst loksins! Get stolt sagt frá því að ég er AB+ sem mér finnst hér með langflottasti blóðflokkurinn. Það gekk ekki eins vel hjá Tobbalicious en honum var bannað að gefa blóð sökum hinna ægilegu húðútbrota. Hann fékk samt kleinu á kaffistofunni. Hann spurði líka um blóðflokkinn sinn og er í O+. Já það er glatað but what are you gonna do? Við hittum Guffa í Blóðbankanum og var hann í góðu stuði að vanda. Ég var soldið hrædd um að það myndi líða yfir mig eftir blóðtökuna (fyrir framan Guffa) en það gerðist sem betur fer ekkert.
Svo tróðum við okkur út af gúmmulaði á kaffistofunni, fórum því næst til Friðsemdar og fengum karamellukex og jarðarber og getum varla gengið af ofáti.

Ég fékk svona "Erfðir blóðflokka" blað hjá hjúkkunum og ef ég og Tobbalicious eignumst börn þá geta þau bara verið A eða B. Finnst ykkur það ekkert skrýtið? Ég er reyndar dauðfegin að þurfa ekki að eignast einhver glötuð O börn. En AB ofurblönduna hefði ég gjarnan viljað láta afkvæmin mín hafa.

Jo og Spörri eru í mesta lottóinu ef þau eignast börn. Þau geta nefnilega eignast kvikindi í öllum blóðflokkum. Frábært.

Ég sé að brjóstamyndin mín hefur valdið nokkru fjaðrafoki, enda glæsileg mynd. Ég verð nú reyndar að taka undir með Beddu að þetta eru ógeðsleg tól. Mikið er ég nú fegin að vera nánast flatbrjósta. Ekki vil ég enda svona?

Annars er komið að stóru stundinni í dag því við skötuhjúin ætlum að tölta upp í Blóðbanka. Ég er nú ekkert viss um að sambýlismaðurinn megi gefa blóð, ennþá með tunnuóværuna utan á sér. En við fáum þó samt að vita blóðflokkana okkar. Og fáum að borða kökur.

Dóra frænka er nú svo mikill klikkhaus að hún gengur með spjald á sér þar sem er útskýrt í hvaða blóðflokkum börnin manns geta orðið ef þú veist þinn flokk og maka þíns. Og það er nú svo skrýtið að allir geta eignast börn í O, nema ef annar aðilinn er AB. Freaky eh?

2.4.03

Þetta er nokkuð smart.

Og ég vil þakka Góðbjór kærlega fyrir linkinn! Loksins hefur maður fengið almennilega viðurkenningu.

Jæja þá erum við loksins búin með súkkulaðikökuna sem mamma gaf mér. Úff. Nú getum við farið að borða hollan mat loksins. Ég er alltaf á leiðinni að taka upp heilbrigt líferni en það kemur alltaf eitthvað upp á sem rústar því. Jól, afmæli, fermingarveislur, páskar, skemmtilegt í sjónvarpinu, nenni ekki að elda, you name it.

En ég var að spá, af hverju er maður alltaf að setja sér markmið eins og þessi: "Ég ætla að léttast um þrjú kíló fyrir sumarið"??? Af hverju ekki: "Ég ætla að þyngjast um tíu kíló á þessu ári"? Er það e-ð verra? Eða fær maður krabbamein í ristilinn ef maður borðar bara fitu og sykur? Og skemmdar tennur?

Æi ég veit ekki - það virðist bara allt hollt skemmast í ísskápnum hjá mér. Bý reyndar með manni sem er hræddur við allt sem er með undir 50% fituinnihaldi og myndi djúpsteikja allt ef við ættum djúpsteikingarpott. Oh well... maður flýr víst ekki örlög sín.

1.4.03

Þú lætur mína klukku tifa,
þú lætur mig langa til að lifa.
Ef þú værir hjá mér Hr. Mortensen
myndi ég gefa þér fallegt hálsmen.

Nú veit ég - ég fæ Evu sem er með mér í skólanum með mér á kaffihús. Síðast þegar við fórum sáum við Coldplay. Það var á Kaffibrennslunni... ætli útlendingar sæki mikið þangað?

Guð minn góður - haldiði ekki bara að VIGGO MORTENSEN sé á landinu???

Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu máli... varla get ég farið að elta manninn út um allt... or could I? Þetta er nú einu sinni einstakt tækifæri... Æi nei það er e-ð svo glatað.