Þetta er bara eins og heima hjá mér. Ég að dansa með jólaseríuna og Tobbalicious fylgist spenntur með.

Harmsögur ævi minnar
Þetta er bara eins og heima hjá mér. Ég að dansa með jólaseríuna og Tobbalicious fylgist spenntur með.
Fékk stúdentablaðið í gær. Það var leiðinlegt eins og venjulega. Það rétt bjargaði því að það voru myndir af tveimur sætum skiptinemum; Svía og Finna minnir mig.
Heyrðu ég er búin að skoða nokkur ókunnug blogg og það eru geðveikt margir með sama template og ég! Fúlt. En þetta er náttúrulega geðveikt template.
Mér finnst ekki skemmtilegt lagið sem gellan vann með í söngkeppni menntaskólanna. E-r r'n'b útgáfa af vísum Vatnsenda-Rósu. Hrmpfff.
Það var líka geðveikt gaman í fermingarveislunni og hrikalega góður matur. Ég og Tobbalicious vorum svo dugleg að borða að við fengum franska súkkulaðiköku með okkur heim í verðlaun.
Ég hef tapað baráttunni við sambýlismanninn - sjónvarpið hefur verið sótt.
Jo-vicious og Spörri kíktu annars í gær. Það var aðeins súpt á rauðu, hvítu og bjór og mikið gaman.
Ferming á morgun!
Gleymdi alveg að segja frá myndatökunni.
Hélt fyrirlestur ásamt tveimur öðrum ungum stúlkum í dag og komst nokkuð skammlaust (held ég) frá mínum hluta: viðtengingarhætti og boðhætti í ítölsku. Það vantaði reyndar inn í glærurnar og svo missti ég pennann minn. En það er nú bara smotterí.
Æi...þarf að halda fyrirlestur á eftir. Ég er sko ekki hrifin af því að tala fyrir framan ókunnugt fólk sem er allt að glápa á mann. Svo á ég örugglega eftir að snúa glærunum öfugt og svona.
Fór á Final destination 2 í gær og mæli með henni. Algjör snilld.
Eyddi gærdeginum í mikilli þynnku. Hefði nú svosem mátt vita það; drekk yfirleitt ekkert nema léttvín og Martini en slysaðist í gin og tónik á laugardagskvöldið. Eftir slatta af rauðvíni og Baileys.
Jæja, vorum hjá fyrrverandi landlordi í mat í kvöld, þ.e.a.s. föður Deezu - og kannski tilvonandi tengdaföður Tobbaliciousar. Var þar snætt dýrindis lamb með frábæru meðlæti, rauðvíni og látum. Seinna - þegar menn voru komnir í gin og tónik urðu heitar umræður um Íraksstríðið, Kúbudeiluna og harðstjórn Talibana í Afganistan, að ógleymdum Bandaríkjamönnum og Frökkum.
En svona til að hafa eitthvað jákvætt þá er tjaldurinn fyrr á ferðinni á Ísafirði en elstu menn muna. Það er nú ekki amalegt. Sigurður Jarlsson á Ísafirði sá einn tjald á steini við Steiniðjuna á fimmta tímanum í gær.
Nú er sambýlismaðurinn á því að við eigum að sækja sjónvarpið okkar, svona með stríð yfirvofandi.
Við Eggertarnir vorum svo svangir að við pöntuðum okkur kínverskan mat. Það er kannski ekki það skynsamlegasta sem tveir fátækir námsmenn geta borðað but what the hey.
Ég er bara alein heima. Sambýlismaður minn fór nefnilega til læknis. Við höldum að hann hafi náð sér í einhverja óværu í tunnunni um helgina. Þar fór peningurinn sem hann græddi fyrir lítið. Ja hérna...
Nú eru æsispennandi hlutir að gerast... ég ætla nefnilega kannski í skólann á morgun og þar með út úr húsi í fyrsta skipti síðan ég quantum-leapaði mig til læknis á föstudaginn síðastliðinn.
Þá eru allir búnir að taka próf um það hvaða karakter úr Will & Grace þeir séu og flestir eru tíkin Karen nema Friðsemd, hún var Grace. Prófin heita eitthvað "find your gay personality punktur kom" en hvorki Karen né Grace er gay svo þetta er augljóslega bara bull.
Þá sér nú loksins fyrir endann á þessum bévítans veikindum. Blessuð fúkkalyfin segi ég nú bara. Það eina góða sem hefur komið út úr þessum viðbjóði að ég ætti ekki að þurfa að verða veik fyrr en í fyrsta lagi 2017. Ég er sko búin að taka út minn skerf. En ég ætla nú ekki að hrósa happi of snemma... vona bara það besta.
Nú er sko kominn tími til að hrista af sér allt veikindaslen því 11. apríl í Laugardalshöllinni spila...
Bronkítis á byrjunarstigi. Það var nú gaman... fékk pensillín og allt. Jæja, betra en krabbamein. Já eða bara lungnabólga. Þetta er ekki svo slæmt.
Ennþá hiti og leiðindi. Beinverkirnir hurfu reyndar eftir að ég byrjaði að bryðja parkódín í gríð og erg. Ætli ég sé ekki bara dauðvona?
Var búin að afpanta stelpuna sem átti að vinna fyrir mig á morgun en það þurfti að endurpanta hana fyrir alla helgina því ég er ennþá veik. Og komin með hærri hita og meiri beinverki! Ég skil þetta ekki... Farin að sofa þetta úr mér. Kærasti kemur heim á eftir með parkódín. Góða nótt.
Jóhanna kom með Séð og Heyrt til okkar í hádeginu. Þvílík veisla! Vissuð þið að Kolla í Djúpu lauginni er hætt með kærastanum sínum? Uss uss uss, þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt.
Kannski þarf að fresta myndatökunni - fermingarbarnið er víst fárveikt. Og ég búin að fá frí í vinnunni! Sveiattan.
Ég er búin að taka mér frí í vinnunni á föstudaginn til að fara í myndatöku á ljósmyndastofu. Og nú veit ég alveg hvað þið haldið... Loksins fær Deeza sitt tækifæri í tískuheiminum eins og hún á skilið! Við vissum öll að það myndi gerast!
Nenni ekki að mæla mig ef ég skyldi ennþá vera með hita. Það er ekki til neins þar sem ég þarf hvort sem er að fara í skólann, veikindi eður ei.
Svo var Guffi að segja mér að maður mætti ekki gefa blóð í tvær vikur eftir að maður er veikur! Aaaargh! Ég sem ætlaði á fimmtudaginn. En Guffi sagði sko að þá gæti eitthvað lasið grey fengið veika blóðið úr mér og bara dáið.
Ákvað að láta rúmenska greininn eiga sig í dag. Ætla bara að liggja uppi í sófa með tölvuna og sjúga upp í nefið og drekka heilsute.
Ég vil bjóða alla velkomna á síðuna mína sem er með nýju og glæsilegu útliti. Já maður er að verða nokkuð sleipur í þessu...
Djöfulsins ógeðs kvefpest er þetta!!! Fékk boð um falskan bata því þetta er hreint ekkert horfið.
Ég held bara að hin illa lyktandi ólívulauf séu að svínvirka. Við erum öll að koma til og farin að éta beikon og ís af miklum móð.
Er ekki sambýlismaðurinn búinn að vera reyklaus í allan dag og orðinn heldur pirraður fyrir minn smekk!
Af hverju...
Í sárri fátækt minni eyddi ég þúsundkalli í lýsi og vítamín, og fimmhundruðkalli í einhver konsentreruð ólívulauf í hylkjum. Mamma lofaði að þau myndu hrekja veikindi okkar skötuhjúanna á brott; hún var sko hjá svona grasagúrúi. Bölvaðir skottulæknar örugglega, but it's worth a shot.
Er þá ekki sambýlismaður minn búinn að smita mig af einhverju ógeði. Og þá er ég ekki að tala um neinn kynsjúkdóm, nei nei nei, heldur svona beinverkja- og sljóleika kvefpest. Það er súrt í broti, það er sko enginn tími til að vera veikur núna í svona góðu veðri og prófin að nálgast.
Undur og stórmerki!!!
Vá þetta dýrindis veður er alveg að bjarga geðheilsunni hjá mér. Fór í bakarí og keypti bollur og er núna að viðra sængur og hlusta á fuglasöng. Ég veit svosem að þessu hamingjuskeiði lýkur um leið og Visareikningurinn kemur inn um lúguna. En þangað til....
Þið eruð nú fúl, Friðsemd var sú eina sem sagði mér í hvaða blóðflokki hún er!