Harmsögur ævi minnar

31.1.05

Júhú! Lasin aftur.. kominn tími til, ég er ekki búin að vera veik síðan í hvah... byrjun mánaðarins eða eitthvað. Tölti til doksa og fékk meira af ókeypis fúkkalyfjum og aerosol mixtúru. Og vottorð fyrir ræktina. Maður þarf nefnilega að koma með læknisvottorð ef maður skráir sig á líkamsræktarstöð. Ég veit ekki af hverju, kannski ef maður fær hjartaáfall á hlaupabrettinu. En er það ekki bara sjálfum manni að kenna? O jæja, einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þessu... nenni svosem ekki að velta mér upp úr því.

Byrjaði svo nýtt líf í dag. Ekki búin að éta nammibita, jólaköku eða bara neitt óhollt. Enda lá ég bara í e-u sykur kóld törkíi allan seinni partinn. Meeen, langaði ógeðslega í kex eða bara e-ð sætt en þekkjandi sjálfa mig og algjöran skort á hæfileikanum að borða BARA EITT STYKKI þá lét ég það vera og laumaðist í eina sígó í staðinn.

Já já já, ég veit það er óhollt og bla bla bla. Ég dey þá bara. Ég verð a.m.k. ekki feit.

28.1.05

Ég verð víst að éta ofan í mig færsluna á undan. Zola er hvorki meira né minna en 168 sentimetra hár. Semsagt svipaður og ég. Það eru náttúruleg hræðileg örlög fyrir karlmann... tjah, ef karlmann skyldi kalla.

Ósköp lítið að frétta frá Miðjarðarhafinu nema að það er vangefið kalt... e-s staðar í kringum frostmark. Ég fór þess vegna og keypti gaskút í e-n ofn sem Rita lét mig hafa. En nú er ég svo stressuð að það leki gas úr kútnum þegar ég er sofandi að það var næstum því skárra að vera bara kalt. Ég fer framúr rúminu alveg oft og mörgum sinnum til að tékka. Og fer inn í eldhús í leiðinni til að tékka á gasinu þar. Súrt.

Annars sá ég Cagliari rústa Sampdoria í bikarkeppninni í gær. Það var skemmtilegt. En kalt samt. Djöfull er Zola ógeðslega lítill! Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir þessu... hann nær örugglega ekki 1,60.

26.1.05

Ég vona að skólabækurnar mínar fari að koma frá Barnes & Noble. Ég á svo fínt dót sem ég get ekki beðið eftir að nota... ég fékk t.d. sent frá Íslandsbanka undirstrikunarpenna með litlum póst-its hólk á öðrum endanum... ég sver það - það leið næstum því yfir mig af spenningi þegar ég sá hvað þetta var. Nú, ég er búin að undirstrika svolítið í glósunum en hef eiginlega ekkert getað notað póst-itsin, nema kannski rétt til að afmarka kaflaskil og þess háttar. Svo á ég líka aðeins stærri mínípóst-its í öðrum lit... jahá, það er aldeilis spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman. Maður er alveg kreisí!

25.1.05


I am going to die at 77. When are you? Click here to find out!


Ja hérna... fædd '77 og dey 77 ára. Þetta er nú bara spúkí.

Virðist eiga í einhverjum vandræðum með að einbeita mér þessa dagana...

Vá, þetta kom á óvart:




Toxic by Britney Spears





"It's getting late
To give you up
I took a sip
From my devil cup
Slowly
It's taking over me "

Ah, what's a year without breaking a few hearts? Literally.



Ég er greinilega búin að vera að misskilja mig. Ekkert að þessu lagi reyndar. Kannski bara ekki minn stíll. En nú ætla ég að læra aðeins og hætta að skoða rugl á netinu.

24.1.05

Var að átta mig á að ég er ekki búin að hætta að reykja í tvær vikur eða e-ð. That's it, ég er hætt að reykja. Er reyndar hvorki búin að reykja í dag né gær. En nenni varla þessu hálfkáki... annað hvort reykir maður eða ekki. Ekki bara stundum. Eða hvað?

Búhú, fór að passa eldsnemma í morgun... setti Anastasíu (teiknimyndina þ.e.a.s.) í dvd-ið og dottaði yfir henni. Krakkinn var alltaf að reyna að fá mig til að taka þátt og kommenta og spyrja mig spurninga og svona, ég bara var alveg dauð. Enda skil ég ekkert af því sem hann segir... greyið, hann er að verða 5 ára og það er enginn leið að skilja hann, kannski talar hann bara e-a skrýtna mállýsku... korsísku eða e-ð. Tjah, eða portúgölsku. Svo tókst honum að káma heila peysuermi út í prumpuslími. Það var afar skemmtilegt að reyna að ná því úr.

Á leiðinni heim kom ég við hjá kaupmanninum á horninu (nýja sko, fann kaupmann sem er geðveikt myndarlegur, okkar kaupmaður er nefnilega soldið sjabbí og er með gamalt dót og útrunnið marmelaði) en hann var ekki við... bara e-r kellingartuðra sem seldi mér brennt brauð.

Jámms og jamms, það er ekki alltaf auðvelt að vera ég.

23.1.05

Ég fór á diskótek í gær... segi það og skrifa. Ojojoj. Ég fór nú bara af því að ég var með hóp og við fengum ókeypis inn því einhver þekkti einhvern.

Ég og Anna meðleigjanda fengum sjokk. Hún er nú ekki nema 25 og ég 27 en við vorum langelsta kvenfólkið þarna inni. Laaaangelsta.

Svo fórum við á klósettið og neyddumst til að þess að horfa á þessi grindhoruðu kríli bæta á maskarann og tala um samræmdu prófin. Í ofanálag var þetta allt hálfnakið þannið að anorexíudúnninn stóð út í allar áttir.

Ég held að ég sé að verða gömul.

Annars vorum við með matarboð áður sem var þrusufínt. Borðuðum reyktan lax, salami og kindaost í forrétt, svo pasta með laxi, rjóma og vodka, svínakjöt með sveskjufyllingu og sveppasósu, franska súkkulaðiköku með rjóma og loks blandað ávaxtasalat með sykri. Og svo kaffi og líkjöra. Nammi namm. Ég er samt búin að ákveða að ég ætla að byrja í ræktinni í febrúar.

Ef það verður ekki orðið of seint þ.e.a.s.

22.1.05

Lenti í sjúku atviki um daginn. Rita lendleidí fékk e-a hrikalega upp og niður pest, greyið. Ég tölti yfir til að tékka á henni og hún útskýrði fyrir mér í (allt of miklum) smáatriðum hörmungum næturinnar, klósettferðum og alles. Meðan hún var að segja frá var hundkvikindið skoppandi í kringum okkur, prumpandi eins og andskotinn sjálfur því hann hafði étið heilan konfektkassa.

Þetta var svo absúrd að ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta.

Er þetta blogg kannski farið að snúast full mikið um kúk???

21.1.05

Allt er í heiminum hverfult. Við breytumst, aðrir breytast, aðstæður breytast... í rauninni veit enginn hvað morgundagurinn kann að bera í skauti sér.

Það er þó eitt sem aldrei breytist. Það er alltaf jafn óþolandi að þurfa að kúka þegar maður er nýbúinn í sturtu.

20.1.05

Hef ekki ennþá nennt að byrja að læra. En það þýðir þó ekki að maður sitji aðgerðalaus. Aldeilis ekki! Í dag er ég t.d. búin að búa til hnykla úr 5 garndokkum. Geri aðrir betur.

19.1.05

Ég á nú ekki til orð! Var að horfa á "Í býtið" á netinu... þ.e.a.s. þáttinn í gær (18.01.). Þar voru þau Heimir og Inga Lind að spjalla við e-a íslenska konu sem býr á Ítalíu. Var m.a. rætt um hið alræmda ítalska fyrirtæki Impregilo og vildu þáttastjórnendur fá það á hreint hvernig bera ætti nafnið fram. Og skv. þessum "ítölskusérfræðingi" sem talað var við þá á að segja "Im 'preg lio". Eh???? Hún ætti kannski að reyna að finna sér einhver hljóðfræði-/framburðarnámskeið á staðnum sem hún býr á. Það er algjörlega ómögulegt að bera nafnið fram á þennan hátt, einfaldlega vegna þess að g-ið og l-ið standa ekki hlið við hlið í orðinu. Jafn fáránlegt og að bera köttur fram kötutr. Svei mér þá...

Aaah, mikið er gott að búa í Subbalausri íbúð.

Hann var reyndar búinn að tala við Ritu (lendleidí) um að leigja e-m öðrum herbergið í febrúar svo hann myndi spara sér einn mánuð í leigu. Ég gerði það sama þegar ég kom heim í febrúar í fyrra... tæmdi herbergið, tróð öllu draslinu mínu í pappakassa og svo bjuggu tveir Pólverjar í því meðan ég var ekki. Smart.

Nema hvað að Subbi virðist ekki alveg hafa skilið að forsenda þess að hægt sé að leigja herbergið öðrum er sú að það sé TÓMT. Hann er tregur, kræst. Fór inn til hans í gær... rúmið er óumbúið, fataskápurinn er fullur af fötum, skítug handklæði á gólfinu, þvottur hangandi á þvottasnúru, pokar með tómum gosflöskum og pizzukössum út um allt... það er eins og hann hafi skroppið út í sjoppu.

Rita ammoníaksjúka á eftir að fá áfall ef hún sér þetta. Svo er líka vond lykt inni hjá honum í ofanálag.

Mér finnst þetta fínt; þýðir væntanlega að við verðum bara þrjú í rólegheitum í einn og hálfan mánuð. Gott mál.

18.1.05

Mér líður eins og stórum munni með fætur. Ég er svo gjörsamlega botnlaus þessa dagana að það er ógeð. Geng bara um íbúðina með ginið opið og allt sem verður á vegi mínum hverfur ofan í mallakút. Ekki er verra ef það er e-ð steikt ógeð... ommiletta, steiktar pulsur í BBQ sósu, mozzarella með olíu og salti... nú eða beikonsamloka. Og verst að það er til nóg af þessu í ísskápnum því svona drasl kostar svo lítið. Ég er skíthrædd um að það stefni í óefni, er ekki frá því að einhverjar buxur séu orðnar ogguþröngar í mittið. Ég fitna líka svo asnalega; svona eins og karlmaður - frá mitti og uppúr. Bara risabumba meðan lærin og rassinn haldast eiginlega eins. Ferlega hallærislegt.

17.1.05

Ó mig auma! Fór að passa eldsnemma í morgun og til að mæta á réttum tíma vaknaði ég klukkan 6. KLUKKAN 6!!!! Ég hef ekki vaknað fyrir hádegi síðan ég fór út aftur þannig að þetta var geðbilað áfall fyrir líkamann. Enda er krakkinn scarred for life... ég var eins og zombie, sofnaði meðan við vorum að leika og nennti engu. Úff... hvað er fólk að pæla sem vaknar svona snemma af fúsum og frjálsum vilja? Never again. Ég er farin að sofa.

16.1.05

Fór að hitta Philipp þýska/bavaríska í gær. Hann var erasmus á sama tíma og ég og er í stuttri heimsókn til að hitta sardinísku kærustuna sína. Philipp, fyrir utan það að vera ógeðslega skemmtilegur og góður, er mjög sætur. Kærastan hans er líka alveg gullfalleg. Þau eru eiginlega bara fallegasta kærustupar sem ég hef séð... ég stóð mig stundum að því að glápa á þau í gær, orðlaus yfir dýrðinni. Yfirleitt þegar fólk er svona fallegt getur maður bætt við með fúlum tón: "Já en hún er nú bölvuð tík sko... algjör frekja" eða "Hann heldur víst framhjá henni big time", svona til þess að fá útrás fyrir öfundina. En nei, þau eru líka góð, þannig að frústrasjónin er algjör. Maður vill hata en getur ekki. Some people just have it all. Ég er samt viss um að það eru einhverjar beinagrindur einhvers staðar...

15.1.05

Æi, nú er e-ð lið að fara að koma heim til mín... af því að Subbi fer heim á mánudaginn þarf víst að kveðja hann. Við eigum semsagt að panta pizzur og fara svo e-ð út á lífið. Ég nenni bara hvorki að panta pizzur né fara út á lífið. Ligg í mestu makindum uppi í rúmi með tölvuna... er að þykjast vera læra en í rauninni að lesa umræðuna á Barnalandi... ég veit, neyðarlegt.

Eníhú, held ég bíði bara inni í herbergi þangað til e-r nær í mig. Kannski gleyma þau bara að ég eigi heima hérna. Ég er heldur ekkert svöng, át hálft kíló af pasta með smjöri og tsjillíkryddi (og nokkra þrista í eftirrétt) fyrir ekki svo löngu. Plís gleymiði mér!

Hvað er svo með fólk sem er alltaf að skipta sér af manni og því sem maður er að gera? Djöfull getur það farið í taugarnar á mér.

"Ég myndi sko ekki setja þetta á mína samloku"
"Ég myndi ekki setja óreganó í þessa pastasósu"
"Af hverju ætlarðu að þvo sokkana með bolunum?"
"Af hverju hangir snyrtibuddan þín þarna? Væri ekki betra að hafa hana annars staðar?"
"Ég myndi skipta um skrifborðsstól ef ég væri þú"

Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk treður upp á mann óumbeðnum ráðleggingum.

Ef ég vil fá álit eða aðstoð... I'LL ASK FOR IT - IDIOTS!!!!

Ha ha ha!!! Subbi var að komast að því að hann byrjar ekki í tímum aftur í háskólanum fyrr en í byrjun mars. Hann ætlar þess vegna heim til Englands aftur í millitíðinni... og hann fer á MÁNUDAGINN!

Hasta la vista beibí.

Ég fór í útskriftarveislu í gær til gauks sem ég hef aldrei hitt. Tveir vinir mínir eru hálfpartinn að vinna með honum og mér var boðið með þeim. Svo var þriðja vininum boðið af því að hálfsystir hans bjó í sömu götu og útskriftlingurinn eða e-ð álíka. Skrýtið. Það var samt ógeðslega gaman. Endalaust af ókeypis áfengi og súr ítölsk teiknimyndatónlist frá sjötíu og eitthvað. Ég dansaði svo mikið að ég fékk hlaupasting.

14.1.05

Fékk góða pikköpplínu um síðustu helgi. Feitlaginn gaur vatt sér upp að mér og spurði: "Notarðu linsur? Ef svo er þá skal ég gefa þér afslátt í gleraugnabúðinni MINNI. Viltu koma í göngutúr á morgun?". Það skal tekið fram að þetta var kæft í fæðingu. Helvítis samt að fá ekki afslátt... ég vissi að það myndi koma sér vel einn daginn að sjá illa. Ég get kannski fengið afslátt af sólgleraugum.

Var að spila Risk til þrjú í nótt. Hef aldrei spilað það áður og tapaði báðum leikjunum... ágætis spil samt. Ég er ógeðslega tapsár og var geðveikt fúl. Ég fór meira að segja aðeins að grenja þegar ég tapaði einni orrustunni. En ég stefni á að koma tvíefld til leiks næst.

Annars er hálfgerð spilaþurrð búin að ríkja í arabalöndum. Ég var búin að kenna Morten, Heidrunu og Jonathan kana en svo fóru þau bara. Einn meðleigjandinn þolir ekki Trivial. Sami meðleigjandi á óteljandi stríðsspil sem þarf mastersgráðu til að spila, s.s. hitt ægiflókna Axis and Allies úr seinni heimsstyrjöldinni og Roma, þar sem hersveitir berjast um heimsyfirráð í Rómaveldi or whatever. Og að sjálfsögðu nennir enginn að læra þau.

Enginn þolir Monopoly (sem er ömurlegasta spil sem hefur verið fundið upp), öllum finnst Pictionary skemmtilegt en það á það enginn. Við prófuðum m.a.s. Mikado, sem var ágætt en við kunnum ekki almennilega að telja stigin... og svo endar það alltaf á því að maður nær engum pinnum lengur. Það vantar svona grand finale á það.

Svo var það teningaspilið Mexíkani, sem varð að íslensku-brennivíns-drykkjuspili. Held að það muni enginn reglurnar í því lengur... eða hvort það var skemmtilegt yfir höfuð. Oj oj oj.

13.1.05

Vááá, er búin að horfa á einn tíma á netinu í dag, í Bandarískri sögu og menningu. Hann var alls ekki leiðinlegur en ég var bara ekki að meika þetta. Þurfti að stoppa 5 sinnum (á heilum klukkutíma) og fara blogg/mbl/ímeilarúnt til að hvíla mig.

Er að spá í að dobbla e-n meðleigjanda út í súpermarkað og lauma dóti ofan í körfu viðkomandi. Ég verð svo skapvond þessa dagana ef ég fæ ekkert sælgæti.

Heyrðu já, gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég er ekki búin að fara út úr húsi í dagsbirtu síðan 2. janúar. Er það ekki frábært?

Ég nenni með eindæmum ekki að vera til þessa dagana. Það er svo kalt eitthvað og allir kvefaðir og ég nenni ekki að byrja að læra og svo fer að styttast í nýja hræðilega vísareikninginn og skattframtal og alls konar leiðindi.

Ég vildi að ég gæti skriðið undir sæng og vaknað í maí (augljóslega búin í öllum prófum) og hangið á ströndinni í allt sumar... mmmm.

12.1.05

Var að skoða vísareikninginn á netinu *KYNGJ*. Jólagjafirnar eiga eftir að setja mig á hausinn um mánaðarmótin... og svo keypti ég skólabækur fyrir glás af pening. Sem ég á því miður ekki. Ég er því búin að setja upp sparnaðarplan:

  1. Drekka mjólk frá hinum í íbúðinni.
  2. Borða næsta mánuðinn bara jólakökurnar sem urðu afgangs á gamlárskvöld og pasta með annaðhvort smjöri eða tómatsósu (tjah... eða bæði, en bara spari).
  3. Drekka vatn úr krananum (sem ég geri hvort sem er alltaf en konan sem ég leigi hjá sagði að maður gæti fengið nýrnasteina af því svo ég ætlaði að byrja að kaupa vatn... verður ekkert úr því núna).
  4. Ekkert grænmeti, ávextir, kjöt eða fiskur fram á vor.
  5. Ekkert fancy Kellogg's morgunkorn, bara ódýrt eftirhermukornflex.
  6. Ekkert líkamsræktarkort (og ég sem keypti þessa fínu eróbikkskó í haust).
  7. Engar bíóferðir eða barrölt (og ef það kemur fyrir, þá bara einn drykkur, þynntur með vatni úr vaskinum ef kvöldið lengist).
  8. Engar sígarettur (má hvort sem er ekki reykja neins staðar).
  9. Fara í heimsóknir á matmálstímum.
  10. Ekkert rándýrt dömubinda/túrtappaspreð (reyna bara að sitja á klósettinu meðan það versta gengur yfir).
  11. Takmarka sjampó- og sápunotkun, eða sleppa alveg.
  12. Engin fatakaup... svosem ekki vandamál þar sem ég verð væntanlega spikfeit af skelfilegu matarræði og algjöru hreyfingarleysi.

Ætli það sé óhollt að borða dísæta ger/smjörjólaköku með rúsínum í morgun-, hádegis- og kvöldmat? Það er nefnilega ekkert annað til... hlýtur að vera í lagi, mér er ekki einu sinni illt í maganum.

11.1.05

Fórum nokkur saman í gær til að fá okkur einn bjór. Og föttuðum svo að frá og með deginum í gær eru reykingar bannaðar alls staðar!! Það var samt undarlegt hvað þetta fór ekkert þannig í taugarnar á mér, ég fékk mér bara sígarettu þegar ég tölti heim og var rosa ánægð þegar ég kom heim að fötin mín önguðu ekki af sígarettufnyk. Þannig að þetta er kannski bara ágætt.

Subbi er kominn heim. Hann sagði við mig í gær: "Hvernig var jólafríið hjá þér?", ég svaraði: "Ágætt, en þitt?", "Fínt". Þannig var nú það; skýrt og skorinort. Ég vona að hann misskilji ekki þetta örsamtal fyrir vináttu. En mér finnst kominn tími til að setja inn mynd af helvítinu þannig að ég kynni stolt:

Vil ég biðja fólk að taka sérstaklega eftir skítugu hárinu og djöfullegum eldrauðum augunum.

Svo verð ég að setja mynd af Efisio fyrst það var svona gaman hjá okkur um helgina. Á reyndar ekki myndir af okkur síðan á aðfaranótt sunnudags að henda ruslapokum inn á vinnusvæði, hringja í slökkviliðið og gera dyraöt kl. 5 um nótt, en fann mynd síðan á gamlárskvöld:



10.1.05

Fór út á laugardagskvöldið, ég og Efisio (sem þið vitið hvort sem er ekkert hver er) máluðum bæinn eldrauðan. Fórum á Iguana, plötusnúðurinn þar hatar mig af því að ég er alltaf að biðja um óskalög og hrindi fólki ef hann spilar þungarokk. Hér kann sko enginn að slamma þannig að það kemur dálítið illa út þegar maður er einn. Á leiðinni heim sáum við að það var búið að kveikja í e-u plastdrasli á stillönsum fyrir utan e-ð hús. Við ákváðum náttúrulega að hringja á slökkviliðið; tók tíma því Ítalir eru ekki bara með eitt neyðarnúmer heldur þrettán eða eitthvað. Einhver var viss um að 115 væri slökkviliðið svo ég hringi:

Ég: Góða kvöldið, heyrðu það er smá eldur hérna í Via Manno... í e-u plastdrasli.
Slökkvigaur: Nú? Númer hvað er þetta?
É: Ég veit það ekki... við hliðina á Zöru.
S: Óóókey, og hvað heitir þú?
É: Deeza X-sdóttir.
S: Deeza X-sdóttir??!!
É: Jamm.
S: Hvaðan ertu?
É: Ég er frá Íslandi.
S: Nú nú nú! Og hvað, Erasmus þá eða?
É: Ja, sko, ég var Erasmus nemi í fyrra en núna er ég bara í fjarnámi.
S: Ég skil, og finnst þér gaman á Sardiníu?
É: Já alveg æðislegt bara.
S: Ha ha ha ha, en gaman.
É: Já ha ha ha!
...
É: Heyrðu en eldurinn sko...?
S: Hmmm, já ég sendi einhvern til að tékka á þessu þá, ccciiiiiaaao!

8.1.05

Jæja, er ekki frá því að mér líði aðeins betur... maður getur þá kannski hitt eitthvað fólk í kvöld. Sit við tölvuna ein heima - sweeeet að vera í friði. Jafnvel þó ég sé að frjósa, en maður étur sér bara til hita; það er farið að grynnka all svakalega á þristunum :(

Annars fer að styttast í The Second Coming. Júbbs, hinn subbulegi Antikristur ætti að vera væntanlegur frá Englandi einhvern tímann í næstu viku. Vá hvað ég get ekki beðið, sé alveg fyrir mér hvernig við eigum eftir að fallast í faðma á flugvellinum. Jaaagra (til að koma í veg fyrir misskilning þá er þetta Sideshow-Bob Jaaagra og hefur ekkert með Víagra að gera.... hey það minnir mig á það að það var Spánverji hérna sem leit út NÁKVÆMLEGA eins og Sideshow-Bob, reyni að pósta mynd við tækifæri).

Anyways, muniði eftir Benny, feita þroskahefta húsverðinum í LA Law? LA Law hefur greinilega ekki verið neinn gríðarlegur stökkpallur fyrir Larry Drake sem lék hann, því hann er einmitt í sjónvarpinu núna í e-i ömurlegri barnamynd um óþolandi krakka sem fara aftur í tímann til að leita að gulli.

Það er nú eitthvað annað uppi á teningnum með hina leikarana í LA Law. Hver man t.d. ekki eftir Jimmy Smits sem lék latínó kyntröllið Victor Sifuentes? Nú og svo má auðvitað ekki gleyma Harry Hamlin sem er löngu orðinn ódauðlegur með hlutverkum sínum í myndum á borð við Ebbtide, Frogs for Snakes og... jú LA Law: The Movie.

6.1.05

Lasin ojjjjj. Finn hvernig hlakkar í ennis- og kinnholum að geta fyllt sig af hori. Hata þessar holur. Er búin að sofa með húfu í þrjár nætur. Var sem betur fer með tölvuna fulla af bíómyndum til að stytta mér stundir. Nenni þessu samt ekki... argasta helvíti.

Ætla að reyna að finna þristapokann sem ég keypti í fríhöfninni. Ég finn stundum bragð.

2.1.05

Jæja, gleðilegt ár krúttin mín og takk fyrir allt það gamla!

Gamlárs var fínt, rólegheit að mestu en samt gaman. Ítalir klæða sig yfirleitt aldrei í spariföt þannig að ég var ein í kjól, netasokkabuxum, háhæluðum skóm og með bleikan gloss. Ég var að frjósa úr kulda í þessum manndrápsgaddi hérna en lét mig samt hafa það. Ef maður er ekki pæja á gamlárskvöld hvenær þá?

Einn gaurinn kom með gítar og við trölluðum einhver ítölsk lög sem ég kunni ekki og bað um Stál og hníf á 5 mínútna fresti. Það var ekki orðið við því. Þá spilaði ég íslenska þjóðsönginn og komst að því að ég kann hann ekki heldur. Neyðarlegt. Þá færðum við okkur yfir í bítlalög og flestir sáttir. Endaðir svo með Bretunni Jacqui að dansa við The Ultimate 60's. Jamm, þetta var ágætt. Vaknaði svo bara hress á fyrsta, annað árið í röð sem ég er ekki þunn á nýársdag, það vantar allt fyllerí á fólki hérna þannig að maður er sjálfur bara slakur. Ekkert nema gott um það að segja. Ekki finnst mér gaman að liggja nær dauða en lífi með hausinn ofan í klósettinu.

Set inn e-r myndir við tækifæri, ég held ég sé með vírus í tölvunni þannig að ég þori ekki að tengja súper dúper drifið við hana.